Föstudaginn 15. nóvember stendur FÍF fyrir málþingi með yfirskriftinni Félagsliðar eru hin nýja starfsstétt velferðarkerfisins. Málþingið hefst kl. 10 og stendur til kl. 17 og verður á Grettisgötu 89 (í BSRB húsinu), Reykjavík.
Á málþinginu verður meðal annars fjallað um sýn atvinnurekandans á störf félagsliða, siðferðileg álitamál verða krufin en einnig verður umfjöllun um kjaramál á dagskránni. Drög að dagskrá fylgja hér að neðan.
DAGSKRÁ
Kl. 9:30-10:00 Skráning
Kl. 10:00-10:15 Setning og ávarp málþingsins.
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF, og
– Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsfréttamaður.
Kl. 10:15- 10:30 Sýn sveitarfélaga á þróun þjónustu við fatlaða og aldraða með sérstöku tilliti til þeirra sem þurfa aðstoð við daglegt líf.
– Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 10:30- 10:45 Hvert er hlutverk félagsliða í þjónustu borgarinnar.
– Lóa Birna Birgisdóttir, mannauðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Kl. 10:45-11:00 Kaffi
Kl. 11:00-11:25 Félagsliðar – umhverfi kjaramála á opinberum vinnumarkaði
– Guðrún Halldóra Sveinsdóttir, verkefnastjóri kjarasviðs SFR fjallar um mismunandi framgangs- og launaröðunarkerfi eftir því hvort um starf hjá ríki eða sveitarfélögum er að ræða. Einnig verður fjallað um hvernig er auglýst og ráðið í störf á fagsviði félagsliða.
Kl. 11:25-11:50 Félagsliðar í 10 ár – hver er staðan nú og hvaða áskoranir eru framundan?
– Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjaramálsviðs Eflingar-stéttarfélags fjallar um hvernig starfsvettvangur félagsliða hefur þróast og hvert hann stefnir.
Kl. 11:50-12:05 Fyrirspurnir um umhverfi kjaramála, starfsvettvang og áskoranir framundan.
Kl. 12:05-12:15 Kynning á viðbótarnámi fyrir félagsliða.
– Reynslusaga frá Rebekku Alvarsdóttur, félagsliða og nema í viðbótarnámi.
Kl. 12:15-13:00 Hádegismatur
Kl. 13:00-14:30 Vangaveltur félagsliða
Kl. 14:30-14:45 Kaffi
Kl. 14:45-15:45 Siðferði – Hvað ef að starfsmaður stígur á „línuna“ …
– Þór Þórarinsson frá Velferðarráðuneytinu.
Kl. 15:45-16:00 Löggilding – Umsóknarferlið og staðan nú?
– Salvör Jónsdóttir, formaður FÍF og
– Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.
Kl. 16:00-16:15 Sýn notenda á starf félagsliðans
– Björgvin Björgvinsson.
Kl. 16:15-17:00 Málþingslok og léttar veitingar
Málþingsstjórar eru:
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður.
Þórkatla Þórisdóttir, kennari og kennslustjóri Félagsliðabrautar BHS.
Þess má geta að innan Framsýnar og Starfsmannafélags Húsavíkur eru nokkrir félagsliðar. Vitað er að áhugi er fyrir því innan þeirra raða að sækja málþingið.