Vetur og menn við störf

Meðfylgjandi myndir eru teknar á Húsavík um helgina en það hefur verið vetrarlegt að félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum undanfarna daga. Þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður og snjó eru dæmi um að menn þurfi að vinna við heldur leiðinlegar aðstæður. Dæmi um slíka starfsmenn eru naglarnir ungu sem hreinsa sorp frá íbúum á Húsavík um hverja helgi. Sjá myndir:

Óskar Páll dregur hér ruslatunnu á eftir sér og veit ekki af því, enda hraustur ungur drengur.

Sigurjón og Guðmundur ásamt öðrum sorphirðumönnum hreinsuðu bæinn um helgina þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Það var vetrarlegt á Húsavík um helgina eins og þessar myndir bera með sér.