SGS fundar með SA á morgun

Á mánudaginn munu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funda með Samtökum atvinnulífsins og kynna kröfugerð sambandsins. Í kjölfarið munu síðan viðræður hefjast um sérmál sambandsins. Að sögn Aðalsteins formanns Framsýnar munu aðilar t.d. setjast yfir sérmál fiskvinnslufólks og starfsmanna í fiskeldi á þriðjudaginn. Aðalsteinn fer fyrir þeim hópi fyrir hönd SGS sem hefur viðræður við Samtök atvinnulífsins í húsnæði Ríkissáttasemjara kl. 12:30 á þriðjudaginn. Ljóst er að framundan eru annasamir tímar í samningaviðræðum. Kjaraviðræður eru að hefjast. Talsmenn fiskvinnslufólks munu funda með Samtökum atvinnulífsins á þriðjudaginn.