Mikið fundað um kjaramál

Það er mikið fundað þessa dagana um kjaramál, það er hjá stéttarfélögum, landssamböndum stéttarfélaga og Alþýðusambandi Íslands. Fulltrúar stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafa að sjálfsögðu tekið þátt í þessari vinnu enda unnið að því að móta kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar áður en viðræður hefjast formlega við atvinnurekendur en þær munu hefjast á næstu dögum.

Það er mikið fundað um kjaramál og mótun kröfugerða þessa dagana enda kjarasamningar almennt lausir um næstu mánaðamót, þó ekki hjá ríki og sveitarfélögum. Hér eru nokkrir góðir á fundi um kjaramál, órólega deildin, Birgir frá sjómannafélaginu í Grindavík, Vilhjálmur frá Verkalýðsfélagi Akraness, Finnbogi frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Aðalsteinn frá Framsýn, Magnús frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Arnar Hjaltalín frá Drífanda í Vestmannaeyjum. Þeir eru allir formenn í sínum stéttarfélögum. 

Alþýðusamband Íslands boðaði til formannafundar á miðvikudaginn. Kjaramál voru umræðuefni fundarins.