Vantar byggðastefnu

Morgunblaðið fjallaði um helgina um málefni Norðurlands. Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Norðurlands voru Ásta Björg Pálmadóttir, Aðalsteinn Á. Baldursson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Dagbjört Jónsdóttir, Björn Valdimarsson og Pétur Snæbjörnsson. 

Alþingi og stjórnvöld hafa ekki markað byggðastefnu fyrir landið í heild. Það skapar stöðuga óvissu og óöryggi um opinbera þjónustu á landsbyggðinni, hefur áhrif á atvinnulífið og búsetuval fólks.

Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni Norðurlands sem Morgunblaðið efndi til. Greint var frá umræðunum á tveimur opnum í Morgunblaðinu um helgina.

Þar kemur fram að Héðinsfjarðargöng, menningarhúsið Hof á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, gróska í ferðaþjónustu og mikill uppgangur í sjávarútvegi séu meðal þess jákvæðasta sem gerst hefur á Norðurlandi á allra síðustu árum. Efling menningar og menntunar hafi aukið lífsgæði fólks. Norðlendingar eru á hinn bóginn ósáttir við hvernig staðið hefur verið að fækkun ríkisstarfsmanna í landshlutanum. Skorað er á fólk að kynna sér umfjöllunina í Morgunblaðinu. 

  

Hópurinn sem tók þátt í hringborðsumræðum Morgunblaðsins. Einn af þeim er formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson.Mynd:mbl.is/Skapti