Ágreiningur sem varð ekki ágreiningur

Í upphafi vikunnar kom um ætlaður ágreiningur um túlkun á gildissviði sérkjarasamnings Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins er varðar kjör starfsmanna við loðnubræðsluna á Þórshöfn sem er í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Eftir samræður aðila féllust fulltrúar SA á skoðun talsmanna Verkalýðsfélags Þórshafnar um að sérkjarasamningurinn hefði sérstöðu sem slíkur og gera ætti sérstaka Viðræðuáætlun um samninginn sem rennur út í lok nóvember. Í ljósi þessa verður væntanlega gengið frá Viðræðuáætlun milli aðila á næstu dögum. Í framhaldi af því hefjast síðan viðræður um nýjan samning.

Á næstu vikum munu viðræður hefjast milli SA og Verkalýðsfélags Þórshafnar um nýjan sérkjarasammning fyrir starfsmenn loðnubræðslunnar á Þórshöfn.