Árni á Eyri ÞH 205 kom til hafnar á Húsavík á föstudaginn. Báturinn er í eigu fyrirtækisins Eyrarhóll ehf. Að fyrirtækinu standa hjónin Guðmundur A. Hólmgeirsson og Helga Jónína Stefánsdóttir ásamt sonum og tengdadóttur. Báturinn hefur verið í slipp í Skipavík í Stykkishólmi í sumar og síðustu daga við Slippkantinn á Akureyri en unnið hefur verið að breytingum og endurbótum á honum. Báturinn er væntanlega þegar farinn til rækjuveiða á Skjálfanda þar sem hann var horfinn úr höfninni þegar ljósmyndari heimasíðunnar ætlaði að mynda hann í dag í Húsavíkurhöfn. Með þessari frétt er því mynd sem Hafþór Hreiðarsson tók. Stéttarfélögin óska útgerðinni til hamingju með glæsilegan bát og velfarnaðar.