Að gefnu tilefni vill iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, taka fram að hún styður heilshugar atvinnuuppbyggingu á Bakka og reyndar um land allt. Hennar markmið er að eiga gott samstarf við heimamenn og aðra þá sem koma að verkefninu á Bakka við Húsavík svo það geti orðið að veruleika. Til viðbótar má geta þess að Ragnheiður greiddi fyrir málinu með því að styðja það þegar það var til umræðu á Alþingi í vor.