Leita til félagsmanna

Stjórn Þingiðnar kom saman til fundar í gær til að móta kröfugerð vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Samþykkt var að leita til félagsmanna og biðja þá um að koma með tillögur að kröfugerð. Svo sem varðandi launahækkanir, samningstíma, samningsumboð félagsins, samstarf við önnur stéttarfélög, samstarf við stjórnvöld og hvort fara eigi í verkfallsátök dragist samningagerðin á langinn.

Félagsmenn eru beðnir um að koma sínum tillögum á framfæri við formann félagsins Jónas Kristjánsson eða á netfangið kuti@framsyn.is. Til stendur að ganga frá kröfugerð félagsins í næstu viku. Reiknað er með að félagið veiti Samiðn, sambandi iðnfélaga umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skorað er á félagsmenn að hafa skoðanir á sínum málum og koma þeim á framfæri við stjórn Þingiðnar.