Framsýn ávalt á vaktinni – samningsbrot í ferðaþjónustu

Að venju hefur mikið verið að gera á Skrifstofu stéttarfélaganna í sumar við að sinna starfsfólki við ferðaþjónustu. Því miður hefur töluvert verið um samningsbrot í greininni sem Framsýn lítur alvarlegum augum. Unnið hefur verið að því með starfsfólki og yfirmönnum viðkomandi fyrirtækja að koma hlutunum í lag. Sem betur fer, er meirihluti ferðaþjónustuaðila með allt á hreinu, meðan aðrir eru með þau í töluverðu ólagi. Ekki síst ferðaþjónustuaðilar sem eru með sín mál í lagi hafa kvatt Framsýn til að herða eftirlit með þeim aðilum í ferðaþjónustu sem ekki virða lög og reglur og skekkja þar með samkeppnisstöðu ferðaþjónustuaðila t.d. með svartri atvinnustarfsemi.