Bæjarstjórn Norðurþings hefur samþykkti að veita fulltrúum sveitarfélagsins fullt umboð til að skrifa undir fyrirliggjandi samninga við þýska iðnfyrirtækið PCC vegna áforma fyrirtækisins um uppbyggingu kísiliðjuvers á Bakka.
Í febrúar á þessu ári skrifaði þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra undir yfirlýsingu um samstarf ríkisins við Norðurþing, Hafnarsjóð Norðurþings og PCC um ýmsar nauðsynlegar aðgerðir svo hægt verði að hefja framkvæmdir. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, fagnar samþykkt Norðurþings og hvetur þá aðila sem koma að málinu til að klára það. Mikilvægt sé að fá sterkt og öflugt fyrirtæki inn á svæðið til að efla inniviði samfélagsins. Þá sé ljóst að fyrirtæki í þessum iðnaði greiði há laun sem sé afar jákvætt enda mikilvægt að skapa eftirsóknarleg störf á Norðurlandi .