Skráð atvinnuleysi í júní 2013 var 3,9% á landsvísu en að meðaltali voru 6.935 atvinnulausir í júní. Á Norðurlandi eystra voru 436 á atvinnuleysisskrá í lok júní. Flestir þeirra voru hjá Akureyrarkaupstað eða 298.
Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 61 á skrá, þar af 37 í Norðurþingi, 11 í Langanesbyggð, 6 í Skútustaðahreppi, 1 í Tjörneshreppi og 6 í Þingeyjarsveit. Þrátt fyrir þetta atvinnuleysi er atvinnuástandið almennt gott á svæðinu.