Í síðustu viku var haldinn annar samráðsfundur með Íslenskum aðalverktökum aðalverktaka í jarðagangnagerð undir Vaðlaheiði og stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu- og Eyjarfjarðarsýslusvæðinu. Aðalsteinn sótti fundinn fyrir Framsýn og Þingiðn. Rædd voru ýmis mál sem snerta stöðu starfsmanna og framvinda verkefnisins kynnt. Stærstu fréttirnar eru þær að starfsmönnum fer smátt og smátt fjölgandi á svæðinu og sprengingar (formleg jarðgangnagerð) hófst í s.l. viku.