Viðræður við Fjallalamb hf.

Í dag  hófust viðræður milli Framsýnar og Fjallalambs hf. á Kópaskeri  um ákveðnar breytingar á kjörum starfsmanna við sláturtíðina í haust m.v. gildandi kjarasamning. Reiknað er með að viðræðunum ljúki eftir helgina með samkomulagi. Góður andi er í viðræðunum enda vilji samningsaðila að ganga frá málinu í sátt og samlyndi.