Hefur þú fengið orlofsuppbót?

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum vilja minna félagsmenn sína á rétt sinn til að fá greidda svokallaða orlofsuppbót. Þeir sem starfa eftir almenna samningnum og hjá ríkinu eiga að fá orlofsuppbótina borgaða 1. júní og þeir sem starfa hjá sveitarfélögum þann 1. maí.

Orlofsuppbót hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögum er kr. 38.000 árið 2013. Orlofsuppbót á almenna markaðinum og hjá ríkinu er kr. 28.700 árið 2013. Þetta á við um þá sem eru í 100% starfi.

Með því að smella á línurnar hér fyrir neðan má sjá töflur yfir upphæð orlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma. 

Orlofsuppbót á almenna markaðinum og hjá ríkinu 2013

Orlofsuppbót hjá sveitarfélögum 2013