Ungliðahreyfing og hækkanir til félagsmanna

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í gær að leggja til við aðalfund félagsins að verulegar hækkanir komi til á endurgreiðslum til félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins. Það er gert í ljósi góðrar stöðu félagsins sem er sú besta innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Þá var jafnframt samþykkt að leggja til við aðalfundinn að stofnuð verði ungliðahreyfing innan félagsins. Allt er þetta gert til að efla félagið enn frekar og koma þannig til móts við félagsmenn. Hægt er að nálgast tillögurnar á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar liggja einnig fyrir drög að ályktunum um kjara- og atvinnumál sem og ársreikningarnir félagsins.