Formaður Framsýnar þáði boð frá Miðjunni fyrir hádegi í dag. Nokkrir unglingar hittast reglulega í Miðjunni undir leiðsögn leiðbeinenda. Unglingarnir sem eru að hefja störf á vegum Norðurþings óskuðu eftir að fá fræðslu um vinnumarkaðinn og þeirra réttindi. Kynningin fór vel fram og voru unglingarnir duglegir að leggja spurningar fyrir formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson.
Formaður Framsýnar fór í ánægjulega heimsókn í morgun í Miðjuna á Húsavík.