Í gær fór fram kynningarfundur fyrir stéttarfélögin á svæðinu um Vaðlagheiðargöng. Meðal fundarmanna voru fulltrúar frá Framsýn og Þingiðn. Fundurinn fór fram á 3. hæð Alþýðuhússins á Akureyri og fór Jón Leví Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Ósafli, yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við göngin fyrir fulltrúa stéttarfélagananna. Fram kom m.a. í máli hans að fyrirhugað er að síðasta haftið í göngunum verði rofið í september 2015, að vegagerð ljúki í október 2016 og að göngin verði afhent eigendum sínum í desember 2016.
Fyrirtækið Ósafl sem sér um framkvæmdina er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Matri.