Ábendingar til félagsmanna

Nokkrar vikur eru lausar í sumar í orlofshúsum á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þá hafa stéttarfélögin gert samning við VÍS um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem koma til viðbótar þeim afsláttarkjörum sem menn hafa hjá tryggingafélaginu í dag. Til viðbótar hafa félögin samið við Frumherja um 20% afslátt af skoðun ökutækja í þeirra eigu. Afslátturinn var áður 15%. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna og hér á heimasíðunni.