Heimild til úttektar á séreignarsparnaði

Opnað hefur verið á ný fyrir útgreiðslu séreignarsparnaðar og gildir sú heimild til 1. janúar 2014. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember s.l. var heimild til úttektar á séreignarsparnaði opnuð á ný.
Helstu upplýsingar um heimildina eru samkvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðu Lsj. Stapa, sem flestir félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum tilheyra:

  • Heimilt er að greiða út innstæðu séreignarsparnaðar allt að 6.250.000 króna óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður er í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
  • Inneign sem hægt er að taka út miðast við stöðu 1. janúar 2013, en þó aldrei hærri fjárhæð en 6.250.000 krónur.
  • Heimildin nær ekki til úttektar á greiðslum sem berast sjóðnum eftir 1. janúar 2013.
  • Greiddur er tekjuskattur af fjárhæðinni.
  • Inneignin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, að frádreginni staðgreiðslu, á 15 mánuðum frá því beiðni um útgreiðslu er lögð fram.
  • Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð en 6.250.000 kr er að ræða.
  • Greiðslur sem greiddar hafa verið samkvæmt eldri heimild dragast frá heildarfjárhæð sem heimilt er að greiða út.
  • Umsókn um úttekt þarf að hafa borist  fyrir 20. dags mánaðar fyrir fyrstu útborgun.
  • Stapi lífeyrissjóður þarf eins og aðrir vörsluaðilar að fá samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.
  • Heimild til úttektar gildir til 1. janúar 2014 og síðasti dagur til að sækja um útgreiðslu er 31. desember 2013.
  • Sjóðfélagi ber ábyrgð á að upplýsa sjóðinn í hvaða skattþrepi skattgreiðslur af úttekt eiga að vera.