Bréf út eftir helgina vegna umsókna um orlofshús

Þá er úthlutun á orlofshúsum sumarið 2013 lokið að mestu. Orlofsnefnd stéttarfélaganna verður boðuð til fundar næsta þriðjudag til að ganga endanlega frá úthlutunni. Í kjölfarið fá umsækjendur bréf frá orlofsnefndinni um hvort þeir hafi fengið hús eða ekki. Þeim aðilum sem úthlutað verður húsum verður síðan gert að gera upp leigugjaldið fyrir ákveðin tíma.