Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmd tölvufyrirtækið Advanía, sem áður hét EJS, til þess að greiða Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi starfsmanni, 300 þúsund í miskabætur. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða 1200 þúsund krónur í málskostnað. Ástæðan er sú að fyrirtækið sótti tölvupóst á tölvupóstfang Guðjóns án hans vitneskju. Guðjón hóf störf hjá EJS í maí 2006 og vann hjá fyrirtækinu þar til 3. febrúar 2009 en hann var einn helsti sérfræðingur fyrirtækisins í Microsoft hugbúnaði.
Í apríl 2009 lagði Advanía fram útprentaða tölvupósta í lögbannsmáli sem rekið var gegn Guðjóni vegna meintra brota á starfsskyldum. Guðjón taldi hins vegar með því að sækja umrædda tölvupósta, sem hafi verið í einkatöluvpóstfangi hans, hafi verið brotið gegn honum.
EJS hafnaði ásökunum Guðjóns en dómurinn telur sannað að einhver á vegum EJS hafi farið inn á tölvpósthólf Guðjóns og nálgast þar umrædda tölvupósta og prentað þá út. Óumdeilt er að þetta hafi verið einkatölvupósthólf Guðjóns og því verið brotið gegn friðhelgi sem honum er tryggt í almennum hegningarlögum. (Þessi frétt byggir á frétt af visi.is)