Aðalfundur Fiskifélags Íslands fór fram fyrir helgina í Reykjavík. Eftir fundinn stóð Fiskifélagið fyrir opnum kynningarfundi um sameiginlegt markaðsátak í sjávarútvegi. Um er að ræða samvinnuverkefni sjávarútvegsins og stjórnvalda. Báðir fundirnir fóru vel fram. Formaður Framsýnar var kjörinn í stjórn sem annar af tveimur fulltrúum Starfsgreinasambands Íslands en nokkur samtök sem tengjast sjávarútvegi á Íslandi tilnefna í stjórnina. Þá var Elínbjörg Magnúsdóttir kjörin formaður Fiskifélagsins en kona hefur ekki áður gengt formennsku í félaginu. Við óskum Elínbjörgu til hamingju með það.
Fiskifélag Íslands stóð fyrir opnum fundi um markaðsátak í sjávarútvegi.