Vilborg Arna pólfari leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna

Það var góður gestur sem kom brosandi í morgun á Skrifstofu stéttarfélaganna til að heilsa upp á starfsmenn. Það var engin önnur en pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir sem nýlega varð landsþekkt fyrir að vera fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpólinn. Hægt er að nálgast upplýsingar um leiðangurinn á heimasíðunni www.lifsspor.is. Vilborg átti gott spjall við starfsmenn um ferðina og næstu verkefni sem hún hefur áveðið að takast á við. Þess má geta að Vilborg bjó á Húsavík í nokkur ár.

Vilborg Arna og Aðalsteinn eru góðir vinir frá því að Vilborg bjó á Húsavík fyrir nokkrum árum.