Fréttabréf í burðarliðnum

Í næstu viku verður gengið frá Fréttabréfi sem væntanlegt er til lesenda í byrjun mars. Aðalefni Fréttabréfsins verða orlofskostir sumarið 2013. Að venju bjóða félögin félagsmönnum upp á marga góða kosti í orlofsmálum. Jafnframt verður hægt að skoða framboðið inn á heimasíðu stéttarfélaganna í næstu viku. Ef lesendur vilja koma myndum eða efni á framfæri við ritstjóra Fréttabréfsins er þeim það velkomið. Senda skal efnið á netfangið kuti@framsyn.is. Góða helgi félagar og aðrir Íslendingar.