Kaupmáttur – atvinna – velferð

Alþýðusamband Íslands boðar til fundar í Hofinu, Akureyri, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 18:30. Fundurinn er haldinn í samráði við stéttarfélögin í Eyjafirði og Húsavík. Fjallað verður um stöðu kjaramála og kaupmáttar (baráttu við verðbólguna), sókn í atvinnumálum á Norðurlandi og hugmyndir ASÍ að nýju húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd.

Þeir félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar sem hafa áhuga á að fara á fundinn eru beðnir um að skrá sig á Skrifstofu stéttarfélaganna, í síðasta lagi næsta mánudag.  Reiknað er með að fara með rútu frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 17:00. Rútuferðin er félagsmönnum að kostnaðarlausu.