Jólasveinarnir í heimsókn – myndband

Á dögunum litu jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn. Urðu miklir fagnaðarfundir með þeim og starfsmönnum skrifstofunnar. Stöldruðu þeir bræður við dágóða stund, fengu sér kaffi og með’ðí og tóku eitt lítið lag sér og öðrum til mikillar gleði. Líklega flokkast lagið seint sem jólalag en skemmtilegt  engu að síður!

Hér má sjá þá félaga í heimsókn sinni á skrifstofuna.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=AVLXXDWdkL8

Með því að smella hér er svo hægt að sjá myndbönd úr fleiri vinnustaðaheimsóknum Framsýnar.