Konfekt og hamingja

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson,  kom við hjá starfsfólki Flugfélagsins Ernis í síðustu viku og færði þeim konfekt frá félaginu með þakklæti fyrir ákvörðun flugfélagsins um að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Ljóst er að flugið skiptir Þingeyinga og aðra þá sem þurfa að ferðast til og frá svæðinu verulega miklu máli enda hafa um 6.200 farþegar ferðast með flugfélaginu frá upphafi en áætlunarflugið hófst sunnudaginn 15. apríl 2012.

Aðalstein Árni færði Ásgeiri Erni Þorsteinssyni sölu  og markaðsstjóra flugfélagsins konfektkassa frá Framsýn. Ásgeir þakkaði fh. starfsmanna og sagðist mjög ánægður með Húsavíkurflugið og bað um góðar kveðjur norður í land.