Jólaboð stéttarfélaganna

Jólaboð stéttarfélaganna verður laugardaginn 15. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Þingeyingum og gestum þeirra er boðið í veglegt jólakaffi. Opið verður frá kl. 14:00 til 18:00. Söngur, hlátur og tónlist verða við völd og jólaandinn góði verður á staðnum. Hver veit nema jólasveinarnir geri sig heima komna og láti sjá sig. Sjáumst hress og ekkert stress fyrir jólin!

Þingiðn
Framsýn
Starfsmannafélag Húsavíkur