Á ferð og flugi um norðursýsluna

Rafnar Orri Gunnarsson og Ágúst Sigurður Óskarsson starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna hafa síðustu daga farið um norðursvæði Framsýnar og heimsótt vinnustaði. Þeim hefur alls staðar verið vel tekið og ber að þakka fyrir það. Hér koma nokkrar myndir frá ferðalagi þeirra félaga um Kelduhverfið og Öxarfjörð.

 Þessi mynd er tekinn í Grunnskólanum í Lundi af tveimur mögnuðum konum.

Félagstarf aldraðra er öflugt í Öxarfirði.

Skúli sér um að þjónusta viðskiptavini á Kópaskeri sem þurfa á aðstoð að halda er varðar bíla og tæki og ýmislegt fleira.  

Það er alltaf brjálað að gera í Fjallalambi enda afar mikilvægur vinnustaður.

Það gerist ekki fallegara. Þessi mynd er tekin í Kelduhverfi þegar starfsmenn stéttarfélaganna voru þar á ferð fyrir helgina.