Langvarandi ótíð skapar leiðindi

Þrátt fyrir að Þingeyingar láti fátt fara í taugarnar á sér eru flestir orðnir mjög þreyttir  á þeirri ótíð sem verið hefur hér norðanlands nánast frá 10. september. Þá hefur snjómokstur kostað mikla peninga fyrir sveitarfélögin á svæðinu sem væntanlega kemur niður á öðrum framkvæmdum. Veðurstofa Heimasíðu stéttarfélaganna spáir því, eftir að hafa skoðað hvernig músaholurnar á svæðinu snúa,  að veðrið taki verulegum breytingum til batnaðar þegar í næstu viku.Upp frá því fari menn að ganga með sólgleraugu eftir auðum götum og heimreiðum í Þingeyjarsýslum með bros á vör syngjandi falleg jólalög.

Það hefur verið auðveldast að fara fótgangandi um Húsavík síðustu daga vegna ófærðarinnar. Hér má sjá Jón Ágúst á ferðinni með Framsýnar húfu á höfði að sjálfsögðu.

Það hefur snjóað mikið á Norðurlandinu undanfarnar vikur.

Eins og sjá má hafa þessi tré á Húsavík látið undan norðanáttinni.

Því hefur oft verið haldið fram að hægt sé að spá í veðrið eftir því hvernig músaholur snúa. Heimasíðan hefur tröllatrú á þessari þjóðtrú og spáir því að veðrið fari að lagast eftir að hafa skoðað nokkrar holur. Hins vegar virðast þessar mýs vera nokkuð ráðviltar en myndin var tekinn 9. september, það er degi áður en óveðrið byrjaði sem nánast hefur staðið yfir frá þeim tíma við litla hrifningu Þingeyinga.