Landssamband eldri borgara og ASÍ efna til ráðstefnu um kjaramál og lífeyrismál eldri borgara fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl 13:00- 16:00 á Icelander Hótel Natura. Frummælendur á ráðstefnunni verða: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landssambands eldri borgara, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Stefán Ólafsson prófessor og formaður stjórnar Tryggingarstofnunar, Árni Gunnarsson f.v. alþingismaður og formaður starfshóps um endurskoðun almannatrygginga, Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Kjaranefndar LEB. Frummælendur sitja fyrir svörum í lok erinda. Fundarstjóri: Halldór Sig. Guðmundsson, félagsráðgjafi og lektor við H.Í.