Jafnréttismál til umræðu

Það urðu fjörugar umræður um jafnréttismál á fundi sem Framsýn stóð fyrir gær og var öllum opinn. Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi Alþýðusambands Íslands var frummælandi á fundinum og kom víða við í máli sínu. Í kjölfarið urðu líflegar umræður um jafnréttismál almennt.

 Það var hins vegar ekki jafnrétti á fundinum þar sem mun fleiri konur sjá ástæðu til að mæta á fundinn en karlar. Það hefði verið ánægjulega að sjá fleiri karlmenn á fundinum enda snerta jafnréttismál bæði karla og konur.

Þungar á svip undir umræðum um jafnréttismál en þær komu víða að. Guðný úr Reykjadal, Ósk úr Fnjóskadal, María frá Húsavík og Olga úr Öxarfirði. 

Konur voru í meirihluta á fundinum í gær.

Frummælandi á fundinum í gær var Maríanna Traustadóttir. Með henni eru þekktar jafnréttiskonur, Kristbjörg Sigurðardóttir og Kristrún Sigtryggsdóttir sem hafa sterkar skoðanir á jafnréttismálum.