Kátir sjómenn á Jökli ÞH 259

Þorgeir Baldursson er ljósmyndari góður og hefur auk þess starfað sem sjómaður til fjölda ára. Hann kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir helgi með myndir úr síðustu veiðiferð Jökuls ÞH 259 sem gerður er út frá Húsavík. Flestir sjómannanna eru félagsmenn í Sjómannadeild Framsýnar. Hér má sjá nokkrar myndir úr veiðiferðinni.

 Það er mögnuð áhöfn á Jökli ÞH 259. Hér eru þeir: Valgarður Sigurðsson vélavörður,
Sigþór Gunnlaugsson háseti, Guðmundur Sigtryggson yfirvélstjóri, Hjalti Hálfdánarson skipstjóri, Einar Páll Þórisson háseti.  Aftari röð frá vinstri, Siguringi Hólmgrímsson háseti, Tryggvi Berg Friðriksson matsveinn, Sævar Ólafsson háseti, Aðalsteinn Steinþórsson yfirstýrimaður og Þorgeir Baldursson háseti /ljósmyndari.

Þeir fiska sem róa, Guðmundur yfirvélstjóri og félagar gera hér að ufsa sem kom í netin.

Aflinn ísaður, Sævar Ólafsson, gengur frá aflanum í lestinni.

Það var ekki bara ufsi í netunum heldur fullt af karfa líka. Væntanlega ekki gaman að greiða hann úr netunum en Einar Páll lætur það ekki hafa áhrif á sig.

Baujunni hent og allt gert klárt fyrir næsta drátt.

Karlinn í brúnni, Hjalti Hálfdánarson, sér til þess að allt fari vel fram.

Á landleið til Húsavíkur eftir góða veiðiferð. Aflinn fer til vinnslu hjá GPG-Fiskverkun á Húsavík en Jökull er í eigu fyrirtækisins.