Kastljós fjallar um atvinnuástandið á Raufarhöfn

Heimasíða stéttarfélaganna hefur heimild fyrir því að Kastljós muni í kvöld eða fljótlega fjalla um atvinnuástandið á Raufarhöfn en það hefur verið töluvert til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Vitað er til þess að fréttamenn Kastljóss hafi verið á Raufarhöfn í vikunni. Meðal annars komu þeir við á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík til að kynna sér stöðuna. Ljóst er að grípa þarf þegar í stað til aðgerða á Raufarhöfn til að stöðva frekari fólksfækkun.

Helgi Seljan hefur verið á Húsavík og Raufarhöfn síðustu daga að taka upp þátt fyrir Kastljós sem væntanlega verður sýndur í kvöld. Hann kom að sjálfsögðu við á Skrifstofu stéttarfélaganan og heilsaði upp á formann Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson.