Forsvarsmenn Framsýnar hafa undanfarið átt samskipti við þingmenn kjördæmisins um atvinnuástandið og búsetuþróunina sem átt hefur sér stað á Raufarhöfn á undanförum árum. Framsýn hafa borist áskoranir frá íbúum á Raufarhöfn sem kalla eftir aðkomu félagsins að málefnum samfélagsins.
Framsýn tekur heilshugar undir áhyggjur heimamanna af stöðunni enda hefur íbúum á Raufarhöfn fækkað verulega auk þess sem atvinnulífið á staðnum stendur á frekar veikum grunni. Að mati Framsýnar þarf að láta verkin tala með það markmiði að grípa til aðgerða strax sem tryggi og treysti tilverurétt byggðar á Raufarhöfn. Sjá meðfylgjandi bréf sem félagið sá ástæðu til að senda þingmönnum kjördæmisins í morgun.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af stöðu mála á Raufarhöfn. Heimamenn kalla eftir umræðum um málið.
Ágæti þingmaður
Á síðustu misserum hefur mikið verið rætt og ritað um vanda smærri byggðakjarna landsins. Á undanförnum mánuðum og misserum hafa íbúar Raufarhafnar leitað til Framsýnar stéttarfélags og lýst ástandi Raufarhafnar sem grafalvarlegu, spurt ráða og leitað liðsinnis um hvað sé hægt að gera þar sem málefni byggðarkjarnans nái sjaldnast eyrum ráðamanna.
Með bréfi þessu vill Framsýn vekja athygli á stöðu mála, sem þarf ekki að koma þingmönnum kjördæmisins á óvart. Félagið kallar eftir viðbrögðum þingmanna, sveitarstjórnarmanna og annarra sem málið varðar við þeirri stöðu sem blasir við á Raufarhöfn. Framsýn er að sjálfsögðu tilbúið að koma að þessari vinnu.
Skrifstofa stéttarfélaganna hefur farið yfir opinberar tölur frá Hagstofu Íslands varðandi mannfjöldaþróun á Raufarhöfn sem og landaðan og verkaðan afla á Raufarhöfn sem eru hér meðfylgjandi.
1) Mannfjöldaþróun fyrir byggðarkjarnann Raufarhöfn frá 1978 – 2012:
Frá 2007 | 17,4% | fækkun íbúa |
Frá 2002 | 34,9% | fækkun íbúa |
Frá 1992 | 50,3% | fækkun íbúa |
Frá 1978 | 64,1% | fækkun íbúa |
Á síðustu 5 árum hefur íbúum Raufarhafnar því fækkað um 17,4%.
Á síðustu 10 árum hefur íbúum Raufarhafnar því fækkað um ríflega 1 af hverjum 3.
Á síðustu 20 árum hefur íbúum Raufarhafnar því fækkað um helming.
Frá 1978 hefur íbúum á Raufarhöfn því fækkað um tæplega 2 af hverjum 3 eða um 64%.
2) Þróun á afla sem er landað á Raufarhöfn árin 1992 – 2011 skv. vigtarskýrslum, í tonnum:
Heildarafli | Þorskur | Norsk-íslensk síld | Loðna | |
1992 | 60.650 | 2.405 | 0 | 56.927 |
1993 | 87.041 | 2.047 | 0 | 84.335 |
1994 | 50.126 | 2.392 | 1.790 | 45.154 |
1995 | 38.249 | 2.107 | 17.439 | 18.254 |
1996 | 65.438 | 1.293 | 13.061 | 50.077 |
1997 | 68.852 | 185 | 12.133 | 56.223 |
1998 | 45.339 | 772 | 13.074 | 31.085 |
1999 | 43.249 | 166 | 13.227 | 28.836 |
2000 | 51.201 | 507 | 12.895 | 36.885 |
2001 | 12.433 | 413 | 0 | 11.935 |
2002 | 29.325 | 406 | 0 | 28.878 |
2003 | 20.116 | 695 | 0 | 17.188 |
2004 | 15.200 | 1.250 | 0 | 13.629 |
2005 | 5.374 | 853 | 0 | 4.237 |
2006 | 1.641 | 1.028 | 0 | 0 |
2007 | 1.896 | 1.138 | 0 | 0 |
2008 | 757 | 499 | 0 | 0 |
2009 | 828 | 498 | 0 | 0 |
2010 | 1.277 | 745 | 21 | 0 |
2011 | 1.271 | 660 | 1 | 0 |
Frá 2007 | 33,0% | minnkun afla |
Frá 2002 | 95,7% | minnkun afla |
Frá 1992 | 97,9% | minnkun afla |
Á síðustu 5 árum hefur landaður afli á Raufarhöfn minnkað um 33,0%.
Á síðustu 10 árum hefur landaður afli á Raufarhöfn minnkað um 95,7%.
Á síðustu 20 árum hefur landaður afli á Raufarhöfn minnkað um 97,9%.
3) Þróun á verkuðum afla á Raufarhöfn árin 1992 – 2011 skv. ráðstöfunarskýrslum.
Heildarafli | Þorskur | Síld | Loðna | |
1992 | 63.530 | 2.400 | 0 | 59.813 |
1993 | 87.043 | 1.999 | 0 | 84.335 |
1994 | 50.109 | 2.339 | 1.824 | 45.172 |
1995 | 39.288 | 2.090 | 17.471 | 19.308 |
1996 | 70.344 | 1.236 | 13.105 | 55.033 |
1997 | 70.702 | 185 | 12.133 | 58.073 |
1998 | 46.500 | 776 | 13.074 | 32.242 |
1999 | 43.136 | 54 | 13.907 | 28.836 |
2000 | 50.661 | 28 | 0 | 36.885 |
2001 | 12.738 | 546 | 0 | 11.935 |
2002 | 29.325 | 102 | 0 | 28.878 |
2003 | 20.612 | 222 | 0 | 18.198 |
2004 | 13.629 | 0 | 0 | 13.629 |
2005 | 4.237 | 0 | 0 | 4.237 |
2006 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2007 | 1.484 | 1.103 | 0 | 0 |
2008 | 952 | 732 | 0 | 0 |
2009 | 646 | 451 | 0 | 0 |
2010 | 631 | 34 | 9 | 0 |
2011 | 298 | 0 | 95 | 0 |
Frá 2007 | 79,9% | minnkun afla |
Frá 2002 | 99,0% | minnkun afla |
Frá 1992 | 99,5% | minnkun afla |
Á síðustu 5 árum hefur afli með verkunarstöð á Raufarhöfn því minnkað um 79,9%.
Á síðustu 10 árum hefur afli með verkunarstöð á Raufarhöfn því minnkað um 99,0%.
Á síðustu 20 árum hefur afli með verkunarstöð á Raufarhöfn því minnkað um 99,5%.
Í tölum þeim sem birtar eru í liðum 2) og 3) um landaðan og verkaðan afla hefur heildarafli verið tekinn saman auk þess sem þær þrjár fisktegundir sem vega þyngst eru einnig birtar með heildaraflanum. Töflurnar eru birtar í heild sinni á vef Hagstofu Íslands.
Þessar tölur Hagstofunnar í liðum 1) – 3) endurspegla samtöl við félagsmenn okkar á Raufarhöfn, sem kalla eftir aðstoð vegna grafalvarlegs ástands í byggðarkjarnanum. Í þessu ljósi viljum við eiga gott samstarf með þingmönnum kjördæmisins, heimamönnum og sveitarstjórn Norðurþings um að takast á við þann mikla vanda sem íbúar á Raufarhöfn hafa lengi búið við og ekki er séð fyrir endann á.
Þingmönnum kjördæmisins er hér með boðið á fund stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar til að ræða atvinnu- og byggðamál á svæðinu. Þá eruð þið alltaf velkomin í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík.
F.h. Framsýnar
Aðalsteinn Á. Baldursson