Nýtt: Ódýr gisting í Keflavík

Stéttarfélögin hafa samið við Gistiheimili Keflavíkur um ódýra gistingu fyrir félagsmenn sem ferðast milli landa. Gistiheimilið er í eigu sömu aðila og reka Hótel Keflavík. Félagsmenn greiða kr. 4.300 fyrir tveggja manna herbergi með morgunverði. Gisting í eins manns herbergi með morgunverði er á kr 3.300,-.

Gestir þurfa að deila snyrtingu með öðrum gestum en tvö baðherbergi fylgja sex herbergjum.  Rétt er að taka fram að þetta er vetrarverð. Verðið hækkar svo sumarið 2013 um kr. 1.500 á herbergi.  Innifalið í verðinu er einnig geymsla á bíl. Gistiheimilið er við Vatnsnesveg 9 í Keflavík, það er á móti Hótel Keflavík. Innritun gesta á Gistiheimili Keflavíkur fer fram á Hótel Keflavík. Þar geta gestir einnig gengið að góðum morgunverði og annarri þjónustu á vegum hótelsins. Til viðbótar má geta þess að stéttarfélögin verða áfram með samning við Hótel Keflavík og Gistiheimlið Bed@Breakfast í Keflavík um hagstæða gistingu fyrir félagsmenn. Verðin sem gefin eru upp í þessari frétt eru eftir niðurgreiðslur stéttarfélaganna og afsláttarkjör sem félögin sömdu um við Gistiheimili Keflavíkur. Það er endanlegt verð.

Gistiheimli Keflavíkur er mjög glæsilegt. Stéttarfélögin bjóða félagsmönnum upp á ódýra gistingu í samstarfi við gistiheimilið.

Gistiheimili Keflavíkur. Hagkvæmur kostur fyrir félagsmenn á leið um Keflavík.