Ferðin skipulögð

Þær Ósk Helgadóttir og Linda M. Baldursdóttir starfsmaður stéttarfélaganna komu saman í gær til að leggja lokahönd á sumarferð stéttarfélaganna um næstu helgi í Þorgeirsfjörð. Mjög góð þátttaka er í ferðina en farið verður frá Húsavík næsta laugardag kl. 08:00. Um er að ræða sögu- og gönguferð í Fjörður. Ósk Helgadóttir verður fararstjóri og þá mun sagnaþulurinn Björn Ingólfsson frá Dal við Grenivík verða með í för og fræða göngufólkið um staðhætti og annað forvitnilegt sem kemur til með að bera fyrir augu á leiðinni en gengið verður frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð.

Fundurinn í gær fór fram á heimili Óskar en hún býr á bænum Merki í Fjóskadal. Hér eru þær Linda að fara yfir þau mál sem þurfa að vera á hreinu fyrir sumarferð stéttarfélaganna næsta laugardag. Þess má geta að Ósk er í trúnaðarmannaráði Framsýnar og er mjög virk í starfi félagsins.