Viðræðum frestað vegna sumarleyfa

Fulltrúar frá Landssambandi smábátaeigenda og Framsýn funduðu í tvo daga í þessari viku vegna kjarasamnings fyrir smábátasjómenn á félagssvæði Framsýnar sem nær yfir þrjár hafnir, það er Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Vinnufundur var haldinn á Akureyri síðasta mánudag og þá boðaði Ríkissáttasemjari til sáttafundar í Reykjavík á þriðjudaginn. Eftir vinsamlegar viðræður var ákveðið að halda þeim áfram í byrjun ágúst, það er eftir sumarfrí. Vonir eru bundnar við að skrifað  verði  undir kjarasamning í ágúst.

Sjá frétt RÚV