Aðaldælingar sleppa á fjall

Ritstjóra heimasíðunnar var boðið í ferð með Bjarna Eyjólfssyni bónda á Hvoli í Aðaldal um síðustu helgi þegar Aðaldælingar kepptust við að keyra fé á Þeistareyki. Veðrið var með fallegasta móti og fé Aðaldælinga tók því vel að losna úr heimahögum í gróðurlendið á Þeistareykjum sem var með miklum ágætum. Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni.

Allt gert klárt fyrir flutningana á Þeistareyki.

Ferðin upp á Þeistareyki gekk vel í fallegu veðri.

Kindurnar voru fegnar frelsinu, það er að komast á vel gróið land til sumarbeitar.

Ánægður bóndi horfir yfir bústofninn.

Það er verulega fallegt á Þeistareykjum.

Guðný í Múla var á svæðinu enda í sömu erindagjörðum og Bjarni.

Það var mikil umferð um síðustu helgi þegar bændur úr Aðaldalnum keyrðu sínu fé á fjall. Umferðarhnútur myndaðist á sandinum eins og þessi mynd ber með sér.