Tæpar 8 milljónir í námsstyrki

Á árinu 2011 fengu 278 félagsmenn Framsýnar greiddar 7.927.782,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum sem félagið á aðild að í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Þar af fengu 157 einstaklingar greidda styrki úr Landsmennt, samtals greiðsla kr. 4.821.535,-. Alls fengu 15 félagsmenn styrki úr Sjómennt kr. 598.473,-. Úr Ríkismennt fengu 26 félagsmenn styrki kr. 605.133,-. Úr fræðslusjóði verslunarmanna fengu 54 félagsmenn styrki að upphæð kr. 1.313.740,-. Að endingu fengu 77 félagsmenn styrki úr Sveitamennt kr. 1.667.490,-. Til viðbótar má geta þess að 7 félagsmenn fengu sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 235.151,-. Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga.