Unglingar frá Akureyri skoða lömb

Það hefur mikið verið að gera hjá frístundabændum á Húsavík við að taka á móti börnum og unglingum. Tilgangurinn hefur verið að fá að skoða lömb og annan  bústofn sem bændurnir hafa sér til gamans. Það er ekki bara að börn hafi komið frá skólum á Húsavík heldur eru dæmi um að unglingar hafi komið í heimsókn frá Akureyri með sínum leiðbeinendum. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru fyrir helgina af unglingum frá Akureyri sem komu við á Skógargerðismelnum á Húsavík þar sem nokkrir frístundabændur eru með aðstöðu.