Um 50 börn og starfsmenn leikskólans á Grænuvöllum á Húsavík gerðu sér ferð í morgun til að skoða lömb, hænur og dúfur hjá fjáreigendum á Skógargerðismelnum á Húsavík. Það er óhætt að segja að melurinn hafi iðað af lífi í morgunsárið. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í morgun af börnunum og starfsmönnum sem ljómuðu af gleði.