Kjör starfsmanna við skógrækt til umræðu

Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands funduðu með forsvarsmönnum Skógræktar ríkisins í byrjun þessarar viku. Fundurinn fór fram á Egilsstöðum. Formaður Framsýnar tók þátt í fundinum enda hópur félagsmanna sem starfar við skógrækt á Vöglum.  Á fundinum var farið yfir stofnanasamninginn sem er í gildi um störf starfsmanna skógræktarinnar sem falla undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs.  Samþykkt var að hittast aftur á fundi eftir nokkrar vikur með það að markmiði að ganga frá nýjum stofnanasamningi.