Fundað um málefni Starfsgreinasambandsins

Næsta miðvikudag munu fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands kynna stjórnum Framsýnar,  Einingar-Iðju og Verkalýðsfélags Þórshafnar þær breytingar sem starfsháttanefnd sem skipuð var á síðasta þingi Starfsgreinasambandsins leggur til að gerðar verði á starfsemi sambandsins. Fundurinn verður á Húsavík. Auk stjórna félaganna er fulltrúum félaganna sem sátu síðasta þing boðið að taka þátt í fundinum. Fyrir fundinn næsta miðvikudag sem hefst kl. 18:00 verður stjórnarfundur í Framsýn. Sá fundur hefst kl. 16:30. Dagskráin er eftirfarandi:

 Dagskrá:

Fundargerð síðasta fundar
Inntaka nýrra félaga
Málefni SGS
Starfsmannamál
Fundur um málefni Stapa
Aðalfundur félagsins
Leigugjald á orlofshúsum
Frágangur á fundarsal
Leikhúsferð
Samningur við Bílaleigu Húsavíkur
Íbúðir félagsins/eigandi: Sjúkrasjóður
Erindi: Sólveig Ása Árnadóttir
Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum
Ársfundur Stapa
Önnur mál