Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðar til sjóðfélagafundar í samstarfi við Framsýn í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 Húsavík miðvikudaginn 29. febrúar n.k. kl. 20:00
Tilefni fundarins er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar.
Skýrsluna má finna í heild sinni á heimasíðu sjóðsins www.stapi.is
Stapi, lífeyrissjóður
Framsýn, stéttarfélag