Flestir atvinnulausir við Eyjafjörð

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 759 atvinnulausir í lok nóvember á Norðurlandi eystra. Þar af voru 527 skráðir atvinnulausir hjá Akureyrarkaupstað. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 72 án atvinnu í sveitarfélaginu Norðurþingi, í Langanesbyggð voru 10, í Skútustaðahrepp 17, Svalbarðshrepp 2, Tjörneshrepp 2 og í Þingeyjarsveit voru 18 án atvinnu. Samtals voru því skráðir 121 án atvinnu í lok nóvember í Þingeyjarsýslum. Hluti þeirra sem eru skráðir atvinnulausir eru í hlutastörfum og með atvinnuleysisbætur á móti starfshlutfalli enda hafi þeir orðið fyrir skerðingum. Við þetta er svo að bæta að þó nokkuð hefur verið um að menn hafi verið að skrá sig atvinnulausa síðustu daga þannig að ástandið fer ekki batnaði, því miður.