Vel sótt jólaboð stéttarfélaganna

Á laugardaginn var jólaboð stéttarfélaganna haldið á Húsavík. Margt var um manninn og að vanda voru fjölbreytt og skemmtileg tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Húsavíkur.

Nemendur tónlistarskólans spiluðu á gítar og fleiri hljóðfæri auk þess sem jólasveinninn leit við og naut hann dyggs stuðnings kórsins við að syngja og tralla með í nokkrum jólalögum gestum og þá sérstaklega yngri kynslóðinni til mikillar gleði. Hér fylgja nokkrar myndir frá jólaboðinu.

Þessir ungu drengir tóku lagið undir dyggri stjórn Villa.

Gestir og gangandi áttu góða stund og þáðu veitingar undir fjölbreyttum tónlistaratriðum.

Þessar stelpur tóku lagið saman á hljómborðið.


Jólasveinninn ásamt kórnum og gestum tóku nokkur lög. 
     Í skóginum stóð kofi einn,
     sat við gluggan jólasveinn,
     þá kom lítið héraskinn sem vildi komast inn:
     „Jólasveinn ég treysti á þig…“