Gleði og stuð á Framsýnarfundi í kvöld

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til síðasta fundar ársins í kvöld ásamt starfsmönnum og trúnaðarmönnum félagsins. Auk venjulegra fundarstarfa var boðið upp á jólahlaðborð og fjögra tíma skemmtidagskrá sem fundarmenn sáu sjálfir um.

Glæsileg heimatilbúin atriði voru í boði. Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu.

Jakob Hjaltalín formaður Sjómannadeildar Framsýnar fór á kostum í kvöld og flutti frábæra ræðu.

Þema kvöldsins var höfuðfatnaður. Agnes Einarsdóttir sigraði í jafnri- og spennandi keppni.

Líkt og Jakob þá flutti Þórir frábæra ræðu í kvöld.

Ragnhildur las ljóð og skemmtisögu í kvöld.

Helga Kristjáns trúnaðarmaður í Reykfiski var ein af þeim sem vann til verðlauna í kvöld.

Frímann og Hafliði fóru á kostum í kvöld en þeir spiluðu og sungu. Bara frábærir.

Ósk fór með gamanmál og það var mikið hlegið.

Gunni Jóhanns trúnaðrmaður í Borgarhólsskóla sem er leikari góður stóð upp og sagði nokkra brandara.