Rúmlega hundrað manns án atvinnu í Þingeyjarsýslum

Samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuleysi, sem eru frá deginum í dag, eru 123 án atvinnu á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Þar af eru 26 í hlutastarfi. Flestir af þeim sem eru atvinnulausir eru á Húsavík eða 80. Þá eru 19 atvinnulausir í Þingeyjarsveit, 6 í Langanesbyggð og 18 í Skútustaðahrepp. Ekki er annað að sjá en að atvinnuástandið sé heldur betra en það var á sama tíma fyrir ári.